Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Grófu upp fjögur úr og gullkeðju

26.06.2019 - 21:30
Munir sem ungmenni í Vinnuskóla Kópavogs grófu upp.
 Mynd: Vinnuskóli Kópavogsbæjar
Ungmenni í Vinnuskóla Kópavogs komust í feitt á dögunum þegar þau fundu óvænt fjögur forláta úr og gullkeðju. Úrunum og skartinu hafði verið komið fyrir í boxi og grafið niður í einu beðanna.

Heiðvirðu ungmennin hugsuðu sér aftur á móti ekki gott til glóðarinnar heldur auglýstu eftir eigendum fengsins á Facebook-síðu Vinnuskólans. Eigandi gripanna er þar beðinn um að vitja þeirra á skrifstofu Vinnuskólans að Askalind 5. Þá hefur lögreglu verið gert viðvart um fundinn, líkt og alltaf er gert í málum sem þessum. 

solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV