Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Gríðarlegt foktjón í Vestmannaeyjum

11.12.2019 - 07:58
Mynd með færslu
 Mynd: Björgunarfélag Vestmannaeyja/S - RÚV
Björgunarfélagið í Vestmannaeyjum hefur farið í hundrað útköll í nótt og þegar fréttastofa náði tali af Arnóri Arnórssyni, formanni björgunarfélagsins, voru björgunarsveitarmenn í verkefni þar sem þak og hliðarveggur hafði fokið af bílskúr. Arnór segir foktjónið vera mikið en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru stórar skemmdir hjá bæði Vinnslufélaginu og Ísfélaginu. Í Eyjum muna menn varla eftir svona hvelli.

Arnór segir þetta með verstu verkefnunum og þegar mest lét voru yfir fjörutíu björgunarsveitarmenn að störfum. Engin slys hafa orðið á fólki en þetta hafa þakplötur og heilu þökin hafa verið að fjúka og rúður í bílum sprungið. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV