Björgunarfélagið í Vestmannaeyjum hefur farið í hundrað útköll í nótt og þegar fréttastofa náði tali af Arnóri Arnórssyni, formanni björgunarfélagsins, voru björgunarsveitarmenn í verkefni þar sem þak og hliðarveggur hafði fokið af bílskúr. Arnór segir foktjónið vera mikið en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru stórar skemmdir hjá bæði Vinnslufélaginu og Ísfélaginu. Í Eyjum muna menn varla eftir svona hvelli.