Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Greiddi 171.486 krónur með hreppskortinu

19.01.2015 - 12:37
Mynd með færslu
 Mynd:
Fram kemur í handskrifuðum starfslokasamningi Björgvins G. Sigurðssonar og Ásahrepps, sem undirritaður var á föstudag, að Björgvin falli frá launum í uppsagnarfresti og hætti samstundis störfum. Þar kemur fram að það sem hann eyddi án leyfis sem sveitarstjóri verði dregið af launum hans í janúar.

Björgvin og Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, skrifa undir samninginn. Í honum stendur að þær 112.401 krónur og 59.085 krónur sem Björgvin greiddi með debetkorti hreppsins vegna einkaneyslu verði dregnar frá launum hans í janúar, sem og þær 250 þúsund krónur sem hann millifærði á reikning sinn sem fyrirfram greidd laun í nóvember. 

Samningurinn í heild: 

„Starfslokasamningur

Ásahreppur og Björgvin G. Sigurðsson gera með sér svofelldan samning um starfslok hans fyrir Ásahrepp. Björgvin lætur af störfum í dag 16. janúar. Ógreidd laun fyrir yfirstandandi mánuð sem og orlof frá 1. ágúst 2014 verður skuldajafnað á móti fyrirframgreiðslu að upphæð 250.000. Úttekt af debetkorti Ásahrepps vegna eigin útgjalda að upphæð 112.401 krónur sem og 59.085 sem er skuldfært á Ásahrepp samtals 421.486 krónur. Björgvin fellur frá launum á uppsagnarfresti."