Hann segir annað jákvæðan þátt í frumvarpinu. „Þetta hjálpar litlum brugghúsum hringinn um landið til þess að markaðssetja og selja sínar vörur frá sínum stað,“ sagði Vilhjámur í kvöldfréttum RÚV.
Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ríkisstjórnin og Alþingi þurfi að fara vel yfir frumvarpið, hvað í því felist og tryggja að hvergi sé slakað á í forvörnum og gagnvart lýðheilsu.
„Lengi vel var verslun með áfengi fyrst og fremst póstverslun þar sem flestir sóttu vöruna á pósthús og fylgt var eftir ströngum kröfum. Það mun vera hægt að gera áfram,“ sagði Líneik.