Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Gott fyrir litlu brugghúsin í landinu

18.09.2019 - 19:55
Mynd: Haakon Broder Lund / .
Frumvarp sem dómsmálaráðherra boðar og felur í sér að heimilt verði að selja áfengi í póstverslun er einkum til þess að afnema mismunun eftir þjóðerni. Þetta segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að með því gefist Íslendingum færi á að kaupa áfenga drykki í póstverslum af Íslendingum jafnt sem útlendingum. 

Hann segir annað jákvæðan þátt í frumvarpinu. „Þetta hjálpar litlum brugghúsum hringinn um landið til þess að markaðssetja og selja sínar vörur frá sínum stað,“ sagði Vilhjámur í kvöldfréttum RÚV. 

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ríkisstjórnin og Alþingi þurfi að fara vel yfir frumvarpið, hvað í því felist og tryggja að hvergi sé slakað á í forvörnum og gagnvart lýðheilsu. 

„Lengi vel var verslun með áfengi fyrst og fremst póstverslun þar sem flestir sóttu vöruna á pósthús og fylgt var eftir ströngum kröfum. Það mun vera hægt að gera áfram,“ sagði Líneik. 
 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV