Gott að vera góður um jólin

Mynd: RÚV / RÚV

Gott að vera góður um jólin

17.12.2019 - 10:55
Það hafa ansi margir þann sið að gera góðverk um jólin. Það er af nógu að velja í þeim efnum og góðgerðarfélögin mörg, bæði sem aðstoða hér á landi eða erlendis.

Jafet Máni er vanur að gera góðverk um jólin en steingleymdi því í þetta skiptið. Hann þeyttist því á hálfgerðum handahlaupum um allan bæ til að redda góðum gjöfum á síðasta snúning fyrir jólin. Að sjálfsögðu með Helgu í eftirdragi. 

Að þessu sinni má sjá Jafet Mána kaupa sannar gjafir af Unicef, nánar tiltekið  tvöhundruð skammta af jarðhnetumauki sem ætlað er vannærðum börnum. Einnig kaupir hann Jólastjörnu UN Women en andvirði stjörnunnar veitir stúlku, sem þvinguð hefur verið í hjónaband á barnsaldri, námsgögn og skólabúning svo hún geti stundað nám. 

Þá kemur Máni við þar sem Hjálpræðisherinn byggir nýjan herkastala en kemur satt að segja lítið að gagni. Að lokum setja þau Helga og Máni gjöf undir jólatréð í Kringlunni en gjöfunum er síðar úthlutað af Mæðrastyrksnefnd. 

Nú eru sjö þættir eftir af Jólakortinu og það styttist til jóla. Fyrri þætti má sjá í spilaranum á RÚV og samfélagsmiðlum RÚV núll, bæði Instagram og Facebook. 

Tengdar fréttir

Erfitt að þvinga einhvern í jólaskap

Sameinuð í sáttameðferð

Sauð upp úr á milli vinnufélaganna

Íhugaði að gefa mörghundruð þúsund króna hring