Göngutúrar vinsælir í samkomubanni á Akureyri

25.03.2020 - 21:01
Mynd: Björgvin Kolbeinsson / RÚV
Tíu dagar eru nú síðan samkomubann tók gildi. Á Akureyri nýttu margir góða veðrið til að byggja sig upp andlega og líkamlega.

Netflix og göngutúrar

Fréttastofa tók nokkra íbúa tali í dag.  „Maður er nú bara búinn að reyna að finna sér eitthvað að dunda við, göngutúr og hreyfa sig heima. Sjónvarpið og Netflix er tekið grimmt, “ sagði Torfi Arnarsson. 

Egill Ólafsson tók í sama streng. „Úr því að það er nú sól og fallegt veður og svona þá hef ég verið að hreyfa mig mikið. Nú er ég að draga fram reiðhjólið. Ég hef ekki hjólað í marga mánuði. Svo ég reyni að hreyfa mig sem mest og svona já, halda í jákvæðnina.“

Óðinn Svan Óðinsson
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi