Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Göngumaður slasaðist við Hrafntinnusker

17.07.2019 - 13:42
Mynd með færslu
 Mynd: Karl Sigtryggsson - RÚV/Landinn
Björgunarsveitarmenn á hálendisvakt björgunarsveita í Landmannalaugum voru kallaðir út í morgun vegna slasaðs göngumanns við Hrafntinnusker.

Upphaflega var tilkynnt að konan hefði brotnað illa á hendi en þegar björgunarsveitarmenn komu á staðinn reyndust áverkarnir minni en upphaflega var talið og um minniháttar brot er að ræða. Konan var flutt til Landmannalauga og þaðan fór hún til byggða að leita læknisaðstoðar. 

Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að það sem af er sumri hafi mikið verið um útköll hjá hálendisvaktinni vegna göngufólks. Í gær fóru björgunarmenn á Sprengisand til að aðstoða mann sem gat ekki gengið vegna áverka á fæti.

 

 

Tinna Eiríksdóttir
Fréttastofa RÚV