Stórstirnið GDRN heiðraði samkomuna á aðventugleði Rásar 2 rétt í þessu og flutti glænýtt lag af væntanlegri plötu sinni. Lagið nefnist Af og til og fjallar um það hvernig kvöldið getur verið tómlegt án þess sem maður saknar.
Af og til með GDRN má hlýða á í spilaranum en aðventugleðin heldur áfram til klukkan fjögur í dag og er hún í beinni útsendingu á Rás 2 og ruv.is.