Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Glæný sviðsmynd Hatara afhjúpuð

Mynd: RÚV / RÚV

Glæný sviðsmynd Hatara afhjúpuð

05.05.2019 - 11:47

Höfundar

Hatari steig í dag sín fyrstu skref á stóra sviðinu í Expó höllinni í Tel Aviv en þar standa nú yfir æfingar þátttakenda. Þá var afhjúpuð ný sviðsmynd atriðisins, þar sem stór og glæsilegur skúlptúr vekur athygli en einn starfsmanna RÚV ferðaðist til Tel Aviv í síðasta mánuði gagngert til að setja saman risastóran hnött.

Á fyrstu æfingum Hatara í Expó höllinni í Tel Aviv í dag var ný sviðsmynd fjöllistahópsins Hatara afhjúpuð. Sviðsmyndin eða öllu heldur skúlptúrinn hefur verið nokkrar vikur í smíðum á smíðaverkstæði RÚV en er unnin upp úr merki Hatara sem er hnöttur umkringdur sagblaði.

Skúlptúrinn er teiknaður af Kristrúnu Eyjólfsdóttur og útfærður af Stefáni Finnbogasyni vöruhönnuði ásamt starfsmönnum RÚV. Stefán ferðaðist með efniviðinn til Tel Aviv í síðasta mánuði og setti sviðsmyndina þar saman. Þetta er í fyrsta skipti sem RÚV sendir manneskju út fyrirfram til þess að setja saman sviðsmynd í Eurovision á staðnum.

„Þetta er þrívíð útfærsla á Svikamyllunni, merki Hatara,“ segir Ingi Kristján Sigurmarsson hönnuður Hatara en hann bjó einmitt til lógóið. Ingi Kristján segir að merkið geti tekið á sig ólíkar myndir eftir tilefni og þannig hringi sagblaðið hin ýmsu tákn. „Merkið getur umfaðmað hvað sem er, rétt eins og Hatari umfaðmar endalokin,“ útskýrir Ingi Kristján.

Tengdar fréttir

Popptónlist

Niðr'á strönd með Hatara

Popptónlist

Hatari heldur út í heim

Popptónlist

„Bíðið þið bara“