Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Gjörningaklúbbur í samstarfi við framliðinn listamann

Mynd: RÚV / RÚV

Gjörningaklúbbur í samstarfi við framliðinn listamann

30.11.2019 - 11:15

Höfundar

Gjörningaklúbburinn hefur hreiðrað um sig í Listasafni Íslands með vídeóverkinu vatn og blóð, sem sækir innblástur í líf og list Ásgríms Jónssonar málara. 

„Við erum að vinna listaverk um listina, eða það að vera listamaður,“ segir Jóní Jónsdóttir, sem skipar Gjörningaklúbbinn ásamt Eirúnu Sigurðardóttur. „Við erum að tengjast Ásgrími Jónssyni blóðböndum; hann er sköpunarkrafturinn í þessari sýningu sem hugmyndin kemur frá.“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Jóní, Eyrún og Ásgrímur.

Til að kynnast Ásgrími betur leituðu þær Jóní og Eirún til miðils. „Það heppnaðist mjög vel, hann kom strax mjög sterkur í gegn. Í rauninni má segja að síðan þá höfum við verið í einskonar samstarfi við hann. Þessi sýning er því samstarf við framliðinn listamann.“

Hryggjarstykkið á sýningunni er 25 mínútna langt vídeóverk. „Það fjallar öðrum þræði um orkuna að vera í þessu starfi. Það skiptast á skin og skúrir, það þarf þrautseigju og elju en líka mikla gleði. Við spurðum einmitt Ásgrím á miðilsfundinum hvort hann vildi leggja okkur einhverjar línur. Hann vildi ekki leggja okkur aðrar línur en þær að vera trúar okkur sjálfum og það höfum við sannarlega gert.“

Fjallað var um Gjörningaklúbbinn í Menningunni. Horfa má á innslagið hér að ofan.

Tengdar fréttir

Myndlist

Torf, vaxmyndir og endurreisnarmaður úr súkkulaði

Menningarefni

Örugg hátíð í musteri íslenskrar gjörningalistar

Myndlist

Gjörningaklúbburinn skilar skömminni til guðs

Myndlist

Gjörningaklúbburinn 20 ára