Rangárþing eystra áformar að setja upp gjaldtökuhlið á bílaplaninu við Seljalandsfoss. Nýtt deiliskipulag fyrir svæðið hefur tafist. Samkvæmt því verða bílastæði stækkuð og færð lengra frá fossinum svo að svæðið ráði betur við mikinn fjölda ferðamanna.