Gissur Páll og Árni Heiðar í Eldborg

Mynd: - / -

Gissur Páll og Árni Heiðar í Eldborg

22.03.2020 - 10:35

Höfundar

Félagarnir fluttu sígræn sönglög klukkan 11 í dag, á fyrstu tónleikum í tónleikaröð Hörpu, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku Óperunnar. Daglegt tónlistarstreymi verður á hverjum virkum degi á meðan á samkomubanni stendur.

Í ríkjandi samkomubanni hefur flestum listviðburðum og tónleikum verið aflýst eða frestað um hríð. Til að létta lund og lyfta geði landsmanna í inniverunni hafa Harpa, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska Óperan tekið höndum saman í samstarfi við RÚV og senda lifandi tónlistarflutning heim í stofu. Boðið verður upp á beint tónlistarstreymi úr Eldborg klukkan 11 flesta morgna á meðan samkomubann varir og munu nokkrir af okkar fremstu tónlistarmönnum stíga á stokk.

Það eru félagarnir Gissur Páll Gissurarson og Árni Heiðar Karlsson sem hófu leika klukkan 11 í dag og fluttu sönglög og aríur úr suðri og norðri. Lög og ljóð eftir Puccini, Sigvalda Kaldalóns, Tosti og fleiri. Streymið var í beinni útsendingu á Youtube-rás Hörpu og á Menningarvef RÚV.is.

Dagskráin er svohljóðandi:

  • Aprile - F.P. Tosti / Emmanuele Rocco Pagliara
  • El lucevan le stelle - G. Puccini / Aría Cavaradossi úr óperunni Tosca
  • Musica Proibita - S. Gastaldon / Flick Flock
  • Core ‘ngrato - Salvatore Cardillo / Riccardo Cordiferro
  • Non ti scordar di me - Ernesto de Curtis / Domenico Furnò
  • Ideale - F.P. Tosti / Carmelo Errico
  • Hamraborgin - Sigvaldi Kaldalóns / Davíð Stefánsson
  • Ave María - Sigvaldi Kaldalóns / Indriði Einarsson

Hægt er að horfa á flutning dagsins með því að smella á myndina efst í umfjölluninni.

Tengdar fréttir

Klassísk tónlist

Daglegt tónlistarstreymi úr Eldborg heim í sófa

Innlent

Heimsending á ljúfum tónum Sinfó