Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

„Gifstu mér og komdu með mér héðan“

Mynd: Hrafnhildur Gunnarsdóttir / Vasulka áhrifin

„Gifstu mér og komdu með mér héðan“

09.03.2020 - 08:34

Höfundar

Listamannahjónin Steina og Woody Vasulka voru frumkvöðlar í vídjólist á sjöunda áratugnum en Woody lést 20. desember síðastliðinn. Í heimildarmyndinni The Vasulka Effect eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur er farið yfir feril þeirra en þar segja þau meðal annars frá sínum fyrstu kynnum – sem voru ansi brött.

Vasulka-áhrifin verða sýnd á RÚV í kvöld en myndin var á föstudag tilnefnd til Edduverðlauna sem besta heimildarmyndin. Steina og Woody kynntust í Prag þar sem Steina var við fiðlunám og Woody var að læra kvikmyndagerð. Í myndinni heimsækja aftur háskólaganginn þar sem þau hittust í allra fyrsta skipti. „Jindra kynnti okkur,“ segir Steina. „Þú réttir mér höndina og sagðir: „Gifstu mér og komdu með mér héðan“. Og ég sagði já. Þetta voru fyrstu orðaskipti okkar.“

Mynd: RÚV / RÚV
Fjallað var um Vasulka-áhrifin í Menningunni fyrir jól.

Vasulka-hjónin voru í hringiðu framúrstefnulistar og grasrótarmenningar New York borgar í kringum 1970 en í myndinni má meðal annars sjá bregða fyrir Andy Warhol, Salvador Dalí, Patti Smith, Jimi Hendrix og Rolling Stones. Þau stofnuðu stofnuðu virta sýningar- og tónlistarrýmið The Kitchen í New York og gegndu síðar prófessorsstöðum við háskólann í Buffalo. Þó voru þau á eftirlaunaaldri og í fjárhagskröggum þegar tökur á myndinni hófust en listaheimurinn uppgötvaði þau aftur, sem skaut þeim upp á stjörnuhimininn á ný.

Vasulka-áhrifin eru á dagskrá RÚV í kvöld klukkan 22:20.

Tengdar fréttir

Myndlist

Stórmerkileg saga Vasulka-hjónanna

Kvikmyndir

Vasulka-áhrif í endurnýjun lífdaga

Myndlist

„Steina hefur haft áhrif á okkur öll“

Myndlist

Fiðluleikari sem varð frumkvöðull í vídeólist