Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Gert að yfirgefa heimili sín vegna mikilla flóða

26.02.2020 - 12:18
Erlent · Bretland · England · Flóð
A car submerged in flood water in the town of Bewdley, England, as the River Severn remains high, with warnings of further flooding across Britain, Wednesday Feb. 26, 2020. (Joe Giddens/PA via AP)
 Mynd: AP
Íbúum í Bewdley í Worchester-skíri á Englandi hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna mikilla flóða. Sökum úrhellisrigningar síðustu daga flæddi áin Severn yfir bakka sína í gærkvöld.

Enn eru hátt í hundrað flóðaviðvaranir í gildi víða í Bretlandi eftir að óveðurslægðin Dennis gekk yfir. Breska veðurstofan hefur gefið út sérstakar viðvaranir fyrir Shrewsburry og Ironbridge en þar eru flóðin sögð ógna mannslífum.

Úrkoman hefur haft veruleg áhrif á samgöngur, skólahald og atvinnustarfsemi í miðhéruðum Englands. Spáð er töluverðri úrkomu næstu daga og er því talið að ástandið eigi eftir að versna.

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV