Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Gerir mynd og sjónvarpsþætti fyrir Netflix

Mynd:  / 

Gerir mynd og sjónvarpsþætti fyrir Netflix

26.09.2019 - 20:09

Höfundar

Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri er með tvö stórverkefni á teikniborðinu sem framleidd verða í kvikmyndaveri RVK studios fyrir Netflix. Annars vegar er um að ræða sjónvarpsþáttaröð um atburði sem gerast á Íslandi.

Baltasar sagði í samtali við Kastljós í kvöld að í þáttaröðinni yrðu að stærstum hluta til íslenskir leikarar og starfsfólkið að stórum hluta Íslendingar.

„Svo var ég beðinn um að framleiða mynd fyrir Netflix og það er mjög stórt verkefni og verður alþjóðleg stjarna í aðalhlutverki þar,“ sagði Baltasar. Hann sagðist verða framleiðandinn að myndinni en myndi ekki leikstýra henni. 

Baltasar sagði að þessi tvö verkefni hefðu ekki orðið möguleg ef ekki væri fyrir kvikmyndaverið í Gufunesi. Það skapaði ný tækifæri. „Þetta eykur við umfang og svo er þetta að færa íslenska kvikmyndagerð upp á hærra plan,“ sagði Baltasar. 
 

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Baltasar leikstýrir Wahlberg í þriðja sinn