Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Gera ráð fyrir allt fari af stað eftir miðnætti

31.12.2019 - 18:34
Innlent · áramót · Veður
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Dagurinn hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur verið með rólegra móti það sem af er degi. Reynslan kennir okkur það að allt fer af stað eftir miðnætti, segir varðstjóri á vakt hjá Slökkviliðinu. Hann veltir fyrir sér hvort það verði eitthvað minna en vanalega vegna leiðinlegrar veðurspár.

Veðurstofan spáir rigningu um landið sunnan- og vestanvert á miðnætti í kvöld. Á Vestfjörðum má búast við skúrum eða slyddu og hvassviðri. Á Norður- og Austurlandi er útlit fyrir að það verði skýjað og hvasst.

Þetta eru ekki bestu aðstæður fyrir skotglaða. Hjá slökkviliðinu hafa menn hins vegar aðeins minni áhyggjur af gróðureldum vegna veðursins. Það er ólíkt því sem hefur verið síðustu áramót, þegar þurrara veður hefur verið ríkjandi.