George McGovern, fyrrverandi þingmaður í Öldungadeild Bandaríkjaþings og frambjóðandi demókrata til forsetakjörs, lést í morgun, níræður að aldri.
McGovern háði baráttu um forsetaembættið við Richard Nixon árið 1972. Nixon sigraði með yfirburðum, hlaut 520 kjörmenn en McGovern aðeins 17. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu þingmannsins fyrrverandi segir að hann hafi fengið hægt andlát á elliheimili í Suður-Dakóta.