Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Gengi bréfa í Icelandair í frjálsu falli

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 23% í morgun. Lækkunin kemur í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda í Bandaríkjunum, um bann við ferðum þangað frá Evrópu, vegna kórónaveirunnar.

Tímabundið ferðabann bandarískra stjórnvalda til og frá Evrópu, sem gildir í 30 daga frá föstudegi, mun hafa veruleg áhrif á flugáætlun Icelandair á tímabilinu. Í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í morgun segir að það muni draga enn frekar úr framboði á flugi í mars og apríl, umfram það sem áður hefur verið tilkynnt.

Icelandair tilkynnti þetta til Kauphallarinnar í morgun. Um 490 flugferðir eru áætlaðar til Bandaríkjanna á tímabilinu.