Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Gengi bréfa í Icelandair féll um 22 prósent

23.03.2020 - 16:02
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Gengi hlutabréfa í Icelandair féll um 22 prósent í 140 milljóna króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfanna stóð við lokun markaða í 3,08 krónum á hlut. Gengið fór undir þrjár krónur á tímabili í dag, en rétti svo úr kútnum.

Bogi Nils Bogason tilkynnti í morgun víðtækar aðgerðir til þess að bregðast við afleiðingum COVID-19 faraldursins. Á þriðja hundrað manns var sagt upp sötrfum. Um 92 prósent vinna í skertu starfshlutfalli og þeir sem halda vinnunni taka á sig 20 til 30 prósent launalækkun. 

Gengi bréfa í öllum skráðum fyrirtækjum í Kauphöllinni lækkaði. Á eftir Icelandair lækkaði Marel mest, eða um 6,48 prósent í 300 milljóna króna viðskiptum. 
 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV