Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Gekk af velli eftir kynþáttaníð

epa07969847 Brescia's Mario Balotelli (2-L) reacts following racist chants by Hellas Verona supporters during the Italian Serie A soccer match between Hellas Verona and Brescia Calcio at Bentegodi stadium in Verona, Italy, 03 November 2019.  EPA-EFE/SIMONE VENEZIA
 Mynd: EPA-EFE - ANSA

Gekk af velli eftir kynþáttaníð

03.11.2019 - 16:45
Mario Balotelli, framherji Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, gekk af velli í leik liðsins gegn Verona í dag. Balotelli fékk sig þá fullsaddan af kynþáttaníði sem hann varð fyrir af hálfu stuðningsmanna andstæðingsins.

Liðin mættust á heimavelli Verona og heimamenn komust yfir með marki Eddie Salcedo snemma í síðari hálfleik. Balotelli var í byrjunarliði Brescia og þurfti að þola níð stuðningsmanna Verona og apahljóð úr stúkunni lungann úr leiknum.

Skömmu eftir mark Salcedo fékk hann nóg er hann var með boltann við endalínu og þrumaði knettinum upp í stúku, í átt að stuðningsmönnum Verona, og gekk af velli. Dómari leiksins stöðvaði leikinn um stund og vallarþulurinn bað stuðningsmenn að draga úr látunum.

Balotelli ákvað að halda leik áfram og hann gat hafist að nýju eftir stutt hlé. Matteo Pessina tvöfaldaði forystu heimamanna í Verona á 81. mínútu en fjórum mínútum síðar minnkaði Balotelli muninn fyrir Brescia og fagnaði vel fyrir framan þá stuðningsmenn sem höfðu níðst á honum fyrr í leiknum.

Brescia tapaði leiknum þó 2-1 og fróðlegt verður að sjá hvaða eftirmálar verða af atvikinu. Fjölmargir hörunddökkir leikmenn hafa kvartað undan rasískri framkomu stuðningsmanna á Ítalíu og knattspyrnusamband landsins hefur ítrekað sætt gagnrýni fyrir að taka ekki fast á málum sem þessum.

Myndskeið af því þegar Balotelli gengur af velli má sjá að neðan.

Tengdar fréttir

Fótbolti

„Sama þó okkur verði hent úr keppni“

Fótbolti

Kynþáttafordómar og hermannakveðjur

Fótbolti

Tilkynningum um kynþáttaníð fjölgar

Fótbolti

Kynþáttahatur í brennidepil