Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Geimfari á Húsavík

08.07.2015 - 20:10
Mynd með færslu
 Mynd: Ouicoude - Wikimedia
Harrison Schmitt, einn af síðustu mönnunum sem drap niður fæti á tunglinu, er nú staddur hér á landi. Hann var einn af þremur meðlimum Apollo 17, síðasta mannaða geimfarinu sem fór til tunglsins.

Schmitt kom til Íslands árið 1967 til að þjálfa sig fyrir tunglförina. Hann segir að dvölin á Íslandi hafi gagnast sér vel til þess að venjast landslaginu á tunglinu.

Tunglfarinn segist hafa verið spenntur að koma aftur til Íslands þar sem hann hefur ferðast víða að undanförnu. Hann sat fyrir svörum skólakrakka á Húsavík þar sem hann var spurður spjörunum úr.

„Ungt fólk spyr ætíð áhugaverðra spurninga. Forvitni þess er oft meiri en foreldranna," segir Scmitt, en hann var meðal annars spurður að því hvort hann hafi leikið golf á tunglinu. 

Schmitt er fyrrum öldungardeildarþingmaður fyrir Nýju Mexíkó. Hann óskaði sérstaklega eftir því að heimsækja Alþingi.„Ég hafði mikla ánægju af því og forseti þingsins var einkar almennilegur og fór með okkur um og sagði okkur sögu Alþingis frá upruna þess og fram til dagsins í dag.“

Til stendur að tunglfarinn skoði staði í Þingeyjarsýslum þar sem bandarísku geimfararnir dvöldu fyrir 47 árum síðan.

„Ísland heldur áfram að breytast; það koma fram ný eldfjöll og nýjar ár streyma frá jöklunum. Það verður gaman að reyna að sjá hvaða breytingar hafa orðið."

Eyþór Sæmundsson
Guðmundur Björn Þorbjörnsson
dagskrárgerðarmaður