Galdurinn við sörubakstur

Mynd: Magnús Atli Magnússon / RÚV/Landinn

Galdurinn við sörubakstur

04.12.2019 - 11:40

Höfundar

Nú styttist í hápunkt sörubakstursvertíðarinnar og Landinn heimsótti Ingibjörgu Zoéga Björnsdóttur í Hveragerði sem hefur sérhæft sig í sörubakstri. Hún notar kaffiduft í kremið og gæðakakó sem hún sigtar ofan í.

„Það eru mjög margir sem hætta að gera sörur út af kreminu, það sé svo mikið vesen. Í fyrstu uppskriftinni sem ég gerð stóð að það mætti alls ekki þeyta eða hræra of mikið vegna þess að loftið í eggjunum myndi falla og annað eftir því. En ég þeyti bara nógu mikið, það er galdurinn. Í dag er þetta ekkert mál og allir geta gert þetta,“ segir Ingibjörg. 

Hún segir mikilvægt að taka sér tíma í baksturinn og sniðugt sé að dreifa honum á nokkra daga til að létta á. Gera til dæmis botnana eitt kvöld, kremið annað og dýfa í súkkulaði þriðja kvöldið. Þá sé allt í lagi að bræða súkkulaðið í örbylgjuofni, það þurfi ekki að gera í vatnsbaði. Passa bara að stoppa reglulega og hræra í svo súkkulaðið brenni ekki við.