Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Gagnrýnir jafnréttismál innan lögreglunnar

02.07.2014 - 05:51
Mynd með færslu
 Mynd:
Lögreglukona segir jafnréttisumræðu innan lögreglunnar hafa liðið undir lok en þrír karlar voru nýlega ráðnir í yfirmannsstöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segist vita til þess að mjög hæfar konur hafi sótt um stöðurnar.

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hæfar konur hafi sótt um en lögreglan geti ekki annað en skipað þá sem eru hæfastir. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Eyrún Eyþórsdóttir, fulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ráðningarnar séu ekki í anda þeirrar umræðu sem fór fram síðasta sumar um stöðu kvenna innan lögreglunnar. Verulega hallar á konur, 23 karlar voru í stöðu yfirlögregluþjóns í febrúar síðastliðnum en engin kona - 21 karl er aðstoðaryfirlögregluþjónn og tvær konur.