Eika hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2019 fyrir smásagnasafnið Efter solen. Hann er einungis 28 ára gamall og því yngsti rithöfundurinn sem hlotið hefur verðlaunin.
• Sjá einnig: Hver er Jonas Eika?
Eika flutti langa ræðu þegar hann tók við verðlaununum og gagnrýndi danska stjórnmálamenn fyrir stefnu sína í innflytjendamálum. Hann beindi orðum sínum sérstaklega til Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur sem sat í salnum. „Í Danmörku er kynþáttahatur bæði menningarlegt og löglegt. Í Danmörku er ríkisrasismi. Ég beini orðum mínum einnig til ykkar, annarra norrænna forsætisráðherra,“ sagði Eika meðal annars í ræðu sinni.