Gagnast lesblindum að hluta orðin niður

Mynd:  / 

Gagnast lesblindum að hluta orðin niður

13.05.2019 - 13:35

Höfundar

Þorkatla Elín Sigurðardóttir meistaranemi í sálfræði við HR rannsakar leiðir til að nota hlutun orða til að auðvelda lestur hjá lesblindum og niðurstöður gefa til kynna að þetta gagnist þeim í lestri en hún var sjálf greind með lesblindu þegar hún hóf háskólanám.

 Þetta er áframhald rannsókna á BSc verkefni þar sem hún ásamt þremur nemum í tölvunarfræði vinna að hugbúnaði sem tekur við texta og hlutar hann niður samkvæmt ákveðnum reglum.

Rannsókninni var ætlað að kanna áhrif „hlutunar“ á texta, þar sem bætt var inn auka bilum á milli stofns og annara eininga í orðum sem sjónrænni vísbendingu. Tilraunahóparnir leystu ýmis lestrarpróf í rannsókninni með viku millibili. Mælingar fóru meðal annars fram í augnskanna, fyrir og eftir inngrip. Milli mælinga fengu þátttakendur sendan texta (inngrip) til að lesa daglega. 

Niðurstöður studdu megintilgátu rannsóknarinnar um að lesblindir sýndu meiri framför í formi færri og styttri augnstoppa  en aðrir við lestur á hlutuðum texta eftir inngrip, auk þess bættu lesblindir sig mest í hraða í raddlestri á hefðbundnum texta þar sem viðmiðunarhópur sýndi ekki framfarir. Hlutun á texta lofar því góðu og gæti með frekari þróun og rannsóknum orðið kærkominn stuðningur við lestrarþjálfun lesblindra.