Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Gætum ekki staðið upprétt á K2-18b

12.09.2019 - 20:30
epa07835758 A handout photo made available by the European Space Agency (ESA) on 11 September 2019 shows an artist's impression of the planet K2-18b, it's host star and an accompanying planet in this system. K2-18b is now the only super-Earth exoplanet known to host both water and temperatures that could support life. UCL researchers used archive data from 2016 and 2017 captured by the NASA/ESA Hubble Space Telescope and developed open-source algorithms to analyse the starlight filtered through K2-18b’s atmosphere. The results revealed the molecular signature of water vapour, also indicating the presence of hydrogen and helium in the planet’s atmosphere.  EPA-EFE/ESA/Hubble, M. Kornmesser / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - ESA/Hubble
Í um hundrað og ellefu ljósára fjarlægð frá jörðu er plánetan K2-18b, þar sem mögulega þrífst líf á borð við það sem finna má hér. Aldrei áður hefur fundist vatn á reikistjörnu sem er í hæfilegri fjarlægð frá sólstjörnu sólkerfis hennar til að vatn geti verið þar á fljótandi formi.

Þetta segir Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.

Efast um að við gætum lifað eða flutt til K2-18b

„Ég efast um að við séum að flytja þangað, en það er hárrétt að það fannst vatn í lofthjúpnum á þessari reikistjörnu með alveg óyggjandi hætti. Þannig að þetta er svona enn eitt skrefið í átt að því að finna líf á öðrum hnöttum.“

Kári segir að reikistjarnan sé átta sinnum massameiri en jörðin og ekki nema tvisvar sinnum stærri. Yfirborðsþyngdarafl reikistjörnunnar sé talsvert hærra en við ráðum við og því myndum við eiga í erfiðleikum með að standa upprétt á þessari reikistjörnu. „Ég efast um að við getum lifað eða flutt þangað,“ sagði hann. 

Til þess að reikistjarna geti talist lífvænleg fyrir fólk þurfi hún að vera af réttri stærð og hafa lofthjúp, líkan þeim sem við þekkjum hér á jörðu, með rétta efnasamsetningu, svo sem súrefni.

A SpaceX Falcon Heavy rocket carrying a communication satellite lifts off from pad 39A at the Kennedy Space Center in Cape Canaveral, Fla., Thursday, April 11, 2019. (AP Photo/John Raoux)
Eldflau frá SpaceX skotið á loft frá Kennedy-geimvísindastöðinni á Canaveral-höfða í Flórída í apríl í fyrra. Mynd: AP

Ekki vitað hvort líf finnst á reikistjörnunni

Kári segir að ekki sé vitað hvort það sé líf á plánetunni, en það gæti verið það. Það sé slatti af vatni í sjálfum lofthjúpnum á plánetunni, líkt og hér á jörð. Það sé þó ekki þar með sagt að það sé vatn á yfirborðinu, eða í fljótandi formi.

Flestir stjörnufræðingar myndu segja að þeir væru vissir um að það væri líf í geimnum. Hvort það væri í míkróörveruformi eða hvort það sé þróað vitsmunalíf, viti enginn, segir hann. 

Stjóri hjallinn að komast út í geim, en ekki ómögulegt

Miðað við fjölda reikistjarna og fjölbreytni þeirra sé nánast ómögulegt að það sé ekki einhver reikistjarna þarna úti sem líkist jörðinni.

Það væri svo stóri hjallinn að komast þangað. Þessar reikistjörnur séu nokkrum ljósárum í burtu. Það þýðir að ljósið, sem er það hraðskreiðasta í alheiminum, er að minnsta kosti nokkur ár á leiðinni, segir hann. 

„En það er ekki ómögulegt. Við erum ekki á leiðinni þangað á okkar tíma, en kannski ef maður horfir fram á veginn.“