Gæsluvarðhald lengt vegna manndrápstilraunar

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Maður, sem grunaður er um tilraun til manndráps og sakaður um grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi gegn unnustu sinni, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi þriggja vikna gæsluvarðhald.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að gæsluvarðhald yrði framlengt í þágu rannsóknar á brotunum sem maðurinn er grunaður um, kynferðisbrotum, líkamsárás og heimilisofbeldi.

Eftir að hafa fengið tilkynningu fór lögregla á vettvang í húsnæði í vesturhluta borgarinnar. Í kjölfarið var kona flutt alvarlega slösuð  á sjúkrahús. Hinn grunaði var þá horfinn af vettvangi en fannst eftir leit í íbúð í öðru hverfi. 

 

 

Katrín Ásmundsdóttir
vefritstjórn
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi