Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Fyrrverandi forseti Súdan dæmdur fyrir misferli

14.12.2019 - 10:34
Erlent · Súdan
epa08070287 (FILE) - Sudan's ousted president Omar Hassan al-Bashir looks out from inside the accused cage, during his trial in Khartoum, Sudan, 24 August 2019 (reissued 14 December 2019). A Sudanese court in Khartoum on 14 December 2019 found former president al-Bashir guilty of money laundering and sentenced him to two years in rehabilitation facility. The verdict is the first in several cases against al-Bashir who was ousted in April 2019 after some 30 years in power.
 Mynd: EPA
Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, var í morgun dæmdur í tveggja ára stofufangelsi í betrunarmiðstöð. Í dómsorði kemur fram að samkvæmt lögum megi ekki dæma fólk sem er orðið eldra en sjötugt til fangelsisvistar. Bashir er 75 ára.

Hann hefur afplánun á þessum dómi að lokinni afplánun á dómi fyrir að hafa fyrirskipað dráp á mótmælendum í mótmælum sem leiddu til þess að honum var steypt af stóli.