Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fyrirlitlegur iðnjöfur verður hetja og bjargvættur

Mynd: RÚV / RÚV

Fyrirlitlegur iðnjöfur verður hetja og bjargvættur

25.01.2020 - 14:46

Höfundar

„Það var mjög óvenjulegt að fá svart-hvítar myndir frá Hollywood á þessum árum, og hún sækir allan myndstíl sinn til svart-hvítu kvikmyndanna,“ segir Páll Baldvin Baldvinsson um myndina Schindlers List sem sýnd verður í Bíóást á RÚV í kvöld.

Schindlers List kom út árið 1993 og fjallar um þýskan iðnjöfur sem bjargar meira en 1000 pólskum gyðingum frá Helförinni með því veita þeim vinnu í verksmiðjum sínum. Hún var tilnefnd til tólf Óskarsverðlauna og hlaut sjö, þar á meðal fyrir bestu mynd, leikstjórn og handrit byggt á áður útgefnu efni. Páll Baldvin segir að myndin brjóti blað í sögu Stevens Spielbergs sem leikstjóra því hún sé fyrsta myndin eftir hann sem er ekki hrein afþreying. „Það var augljóst mál að myndin yrði umdeild, fyrst og fremst því meginpóllinn í henni er að maður sem á að vera fyrirlitlegur verður hetja.“

Til þess að ná raunsönnum blæ á verkið notar Spielberg gamlar ljósmyndir og afritar inn í myndina. Þá beitir hann gömlu bragði, að mála yfir svart-hvítu filmuna rauða kápu á litla stúlku sem bregður þrisvar fyrir. „Hún verður að vissu leyti vendipunktur fyrir Schindler, og verður til þess að hann tekur beina afstöðu gegn drápinu á gyðingunum og byrjar að bjarga þeim skipulega. Myndin er feikilega áhrifamikil, frábærlega leikin, ekki bara í burðarhlutverkum heldur öllum smærri líka. Hún er löng og tekur á en það er alveg þess virði þótt hún verði svolítið væmin í endann.“

Schindlers List er á dagskrá RÚV 22:30 í kvöld.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Bíóást: Bill Murray stelur senunni

Kvikmyndir

Bíóást: Ógleymanleg lífsreynsla

Kvikmyndir

Bíóást: Ástaróður til kvikmyndalistarinnar

Kvikmyndir

Bíóást: „Ég bara sendi bókina til David“