Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fyrirliði Vals hættir

Mynd með færslu
 Mynd: Tomasz Kolodziejski - RÚV

Fyrirliði Vals hættir

13.05.2019 - 17:49
Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals í handbolta, hefur ákvæðið að láta gott heita og hætta í handbolta. Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu handboltadeildar Vals í dag.

Orri sem verður 31 árs í lok maí er uppalinn Valsari hefur unnið fjölda titla með félaginu og verið einn besti varnarmaður deildarinnar síðustu ár. Hann lék um tíma með Viborg í dönsku úrvalsdeildinni en hefur einungis spilað fyrir Val hér heima og var valinn íþróttamaður Vals 2017 þegar liðið varð Íslands- og bikarmeistari. 

Valsmenn höfnuðu í þriðja sæti deildarinnar í vetur og tapaði 3-0 fyrir Selfossi í undanúrslitum. Liðið komst í úrslit bikarkeppninnar en tapaði þar fyrir FH. 

Honum er í tilkynningunni þakkað fyrir framlag sitt og óskað velfarnaðar í framtíðinni.