Fylkir Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Fjölni

Mynd með færslu
 Mynd: Tomasz Marian Kolodziejski - RÚV

Fylkir Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Fjölni

08.02.2020 - 10:31
Fylkir varð í gær Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn eftir 4-0 sigur á Fjölni í Egilshöll. Með sigrinum batt Fylkir enda á langa sigurgöngu Vals á Reykjavíkurmótinu.

Fylkisliðið hefur verið sannfærandi í Reykjavíkurmótinu og unnið alla leiki sína í A-riðli og endar með fullt hús stiga, 15 stig eftir fimm leiki. Valur endaði næst efst með 12 stig en liðið lagði KR 4-1 í gær og þurftu Fylkiskonur að minnsta kosti jafntefli í leiknum gegn Fjölni en létu það ekki nægja. Valur hafði fram að þessu unnið Reykjavíkurmótið samfleytt frá árinu 2016.

Katla María Þórðardóttir skoraði tvö mörk fyrir Fylki og Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir sitt markið hvor.