
Fylgi frambjóðenda misjafnt eftir flokkum
Könnun Gallup var gerð dagana 20.-24. júní. Úrtakið var 2.901 en einungis 56,9% tóku þátt eða 1.651. Af þeim tóku 1.470 afstöðu og er könnunin byggð á niðurstöðum þeirra. Eins og fram hefur komið þá mælist fylgi við Guðna Th. samkvæmt þessari könnnun 44,6%. Næstmests fylgis nýtur Halla Tómasdóttir, þá Davíð Oddson og Andri Snær. Hildur Þórðardóttir er hins vegar með minnsta fylgið en einungis einn svarenda sagðist ætla að kjósa Hildi.
Þegar þátttakendur voru spurðir út í hvaða flokk eða lista þau myndu kjósa eða myndu líklega kjósa, ef gengið yrði til Alþingis í dag þá sögðust nær allir kjósendur Davíðs Oddssonar myndu kjósa stjórnarflokkana. Stuðningur við Guðna Th. dreifist nokkuð jafnt þó fæstir komi úr röðum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Halla Tómasdóttir fær atkvæði sín mest frá Framsóknarflokki og Bjartri framtíð.
Könnunin var gerð fyrir RÚV dagana 20.-24. júní. Könnunin var net- og símakönnun, úrtakið var 2901, 1651 svaraði eða 56,9%.