Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum í kvöld og nótt

23.01.2020 - 16:46
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Vegagerðin greinir frá því á Twitter að fylgdarakstur verði í Hvalfjarðargöngum í kvöld og nótt vegna viðhalds. Umferð verður stöðvuð við gangnamunna þar til fylgdarbíll kemur á milli klukkan 22:00 í kvöld til klukkan 06:00 í fyrramálið. Fylgdarbíll leggur af stað frá gangnamunna á 20 mínútna fresti.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV