Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Fundur boðaður í álversdeilunni

14.03.2016 - 14:17
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ríkissáttasemjari hefur boðað til sáttafundar í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík og Rio Tinto klukkan fimm í dag. Kolbeinn Gunnarsson formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar segir stöðuna óbreytta í deilunni.

Þreifingar í gangi

Kolbeinn segir að einhverjar þreifingar hafi þó verið óformlega í gangi til að reyna að finna lausn, en þær gangi hægt. Álflutningaskip er væntanlegt til hafnar í Straumsvík undir kvöld. Skautum og öðrum birgðum til álversins verði skipað upp eins og venjulega á morgun. Hins vegar þurfi löndunarteymi stjórnenda að lesta áli í skipið á miðvikudag. Sýslumaður féllst á fyrir tveimur vikum að heimila 19 stjórnendum að ganga í störf uppskipunargengis starfsmanna og hafa þeir lestað samtals 7.500 tonnum af áli í tvö skip.

 

 

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV