Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fundu lík táningsstúlku í Malasíu

13.08.2019 - 23:00
Mynd með færslu
 Mynd: Úr einkasafni
Lögregla í Malasíu fann í dag lík hinnar 15 ára gömlu írsk-frönsku stúlku Noru Quoirin sem hvarf af hótelherbergi sínu í Dusun 4. ágúst. Leitað var ítarlega að henni í miklu skóglendi í nágrenni hótelsins og fannst nakið lík hennar í um tveggja kílómetra fjarlægð.

Quoirin var í fríi með fjölskyldu sinni en hún var haldin sjaldgæfri röskun sem hefur áhrif á þroska heilans. Þau komu til sumardvalarstaðarins í Dusun degi fyrir hvarf hennar og ætluðu að dvelja þar í tvær vikur.

Lögregla rannsakaði mál Quoirin sem mannshvarf en fjölskylda hennar telur að henni hafi verið rænt og bauð tíu þúsund pund, tæplega eina og hálfa milljón króna fyrir upplýsingar um hvarf hennar. Lögregla útilokar ekki að hvarf hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Fjölskylda Quoirin hefur borið kennsl á líkið og fer krufning fram á morgun.

Varaforsætisráðherra og utanríkisráðherra Írlands, Simon Coveney, segir líkfundinn erfiðan tíma fyrir fjölskyldu Quoirin. Hugur og hjarta írsku þjóðarinnar sé hjá fjölskyldu hennar.

epa07770769 Police cordon an area as the search and rescue operation for 15-year-old Nora Quoirin from London is continued, in Seremban, Negeri Sembilan, Malaysia, 13 August 2019. Nora disappeared while on a holiday with her family at 'The Dusun' resort, in a nature reserve near Seremban, 63 km south of Kuala Lumpur, Malaysia. Her father raised the alarm when he discovered her missing from her bedroom on 04 August 2019.  EPA-EFE/FAZRY ISMAIL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV