Vísindamenn héldu í árlega vorferð út í Akurey í morgun til þess að telja lunda í eynni. Það er gott í sjóinn þennan morguninn og varla sést hvítt í báru. Þetta er tíunda árið sem Erpur Snær Hansen fer út í Akurey til að kanna ástand lunda.
Erpur kannar stöðuna í tólf eyjum um landið en gott er að byrja árlegan könnunarleiðangurinn í Akurey þar sem vorar snemma. Það þarf að fara gætilega frá borði og á land því nóg er af sleipum þaranum. Sílamávur og frændur hans taka það óstinnt upp að ró þeirra sé raskað á sunnudagsmorgni.
Erpur og félagar hafa merkt lundaholurnar og geta þannig borið saman varp milli ára. Þetta er engin skrifborðsvinna heldur henda menn sér á jörðinna milli þúfna.