Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

FSu nældi í úrvalsdeildarsæti

Mynd með færslu
 Mynd:

FSu nældi í úrvalsdeildarsæti

15.04.2015 - 21:46
FSu tryggði sér í kvöld sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á næstu leiktíð. Liðið bar þá sigurorð af Hamri í Hveragerði í þriðja leik liðanna í úrslitarimmunni um úrvalsdeildarsætið og endaði viðureignin 2-1 FSu í vil.

Leiknum lauk með tíu stiga sigri FSu 103-93. Jafnræði var með liðunum þar til undir lok fyrri hálfleiks en gestirnir sigu þá fram úr og létu forystuna ekki af hendi eftir það. Atkvæðamestir í liði Hamars voru Örn Sigurðarson með 32 stig og Julian Nelson með 31 stig og 13 fráköst en Collin Anthony Pryor gerði 24 stig fyrir FSu og tók 10 fráköst og Ari Gylfason bætti við 23 stigum.

FSu fer upp í úrvalsdeild ásamt Hetti sem vann 1. deildina og taka þau sæti Skallagríms og Fjölnis sem féllu úr úrvalsdeildinni á tímabilinu. 

Tengdar fréttir

Körfubolti

Oddaleikur í Hveragerði

Körfubolti

Hamar einum sigri frá úrvalsdeild

Körfubolti

FSu mætir Hamri í úrslitum

Körfubolti

Hamar í úrslit - Valur nældi í oddaleik