Frönsk kona sakar Polanski um nauðgun

09.11.2019 - 07:35
Mynd með færslu
Roman Polanski. Mynd: EPA - PAP
Frönsk kona sakar kvikmyndaleikstjórann Roman Polanski um að hafa nauðgað sér árið 1975, þegar hún var 18 ára gömul. Þessu greinir konan frá í viðtali við franska dagblaðið Le Parisien. 

Valentine Monnier segir Polanski hafa nauðgað sér í alpakofa hans í svissneska bænum Gstaad. Hún sagið hann hafa beitt hana harkalegu ofbeldi, hann hafi lamið hana þangað til hún gaf eftir og nauðgaði henni. Monnier sagði þetta rétta tímann til þess að segja frá þessu, vegna nýrrar myndar Polanskis sem verður frumsýnd í næstu viku. Þar verður fjallað um málið gegn franska hershöfðingjanum Alfred Dreyfus, sem var dæmdur fyrir njósnir en síðar hreinsaður af sakargiftum. Frakkar voru sakaðir um gyðingaandúð.

Þetta er síður en svo í fyrsta sinn sem Polanski er sakaður um, eða kærður, fyrir nauðgun. Hann flýði Bandaríkin til Frakklands árið 1978 eftir að hafa játað að hafa nauðgað 13 ára stúlku. Árið 2010 sakaði breska leikkonan Charlotte Lewis hann um að hafa beitta hana kynferðislegu ofbeldi árið 1983, þegar hún var 16 ára. Árið 2017 sakaði önnur kona hann um kynferðisofbeldi þegar hún var 16 ára árið 1973, og sama ár sakaði leikkonan Renate Langer hann um nauðgun árið 1972, þegar hún var 15 ára.

Lögmaður Polanskis, Herve Temime, segir hann alfarið neita ásökun Monnier um nauðgun. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi