Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Fríhöfnin troðfull af farangurslausu fólki

27.06.2016 - 01:22
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Lítill sem enginn farangur er að skila sér til komufarþega á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fríhöfnin er troðfull af fólki sem bíður og hafa sumir beðið í tvo klukkutíma.

Síðan klukkan 23 í kvöld hafa tólf vélar lent á flugvellinum og hefur lítill sem enginn farangur skilað sér til farþega sem eru að koma til landsins. Þá hafa þrjár til viðbótar staðfest lendingu á næsta klukkutímanum. Eru því 15 vélar að lenda á vellinum frá klukkan 23 til 2 í nótt. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu eru margir í fríhöfninni og enginn svör eru að fá hjá flugvallarstarfsmönnum.

Það er svo mikið af fólki hérna að brunaeftirlitið myndi eflaust loka staðnum ef það myndi sjá þetta. Það er allt fullt og fólk búið að bíða síðan klukkan ellefu. Enginn starfsmaður veit neitt og enginn gefur svör, allir yppta öxlum. 

Ekki náðist í upplýsingafulltrúa Isavia við gerð fréttarinnar.  

milla.osk's picture
Milla Ósk Magnúsdóttir
Fréttastofa RÚV