Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fresta hækkun gjaldskrár vegna veirunnar

20.03.2020 - 17:26
Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Sigurðsson - RÚV
Samgöngustofa hefur ákveðið að fresta því að hækka gjaldskrá sína um 2,5%, líkt og til stóð að gera í vikunni. Um síðustu áramót var ákveðið að hækka gjöld stofnunarinnar þannig að þau rúmuðust innan lífskjarasamninga, og átti hækkunin að taka gildi á miðvikudaginn.

„Tímasetning gildistökunnar er óheppileg og óviðeigandi í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu sem enginn sá fyrir þegar uppfærslan var í undirbúningi. Í samráði við samgöngu- og sveitastjórnaráðuneytið hefur Samgöngustofa ákveðið að fresta gildistökunni til 1. september næstkomandi. Sú ákvörðun tekur gildi samstundis og verður birt í Stjórnartíðindum svo fljótt sem verða má,“ segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Á meðal þeirra gjalda sem til stendur að hækka eru gjöld vegna eigendaskipta bifreiða, nýskráninga og starfsleyfa.