Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Frekt listaverk í leynum í Vesturbæjarlaug

Mynd: RÚV / RÚV

Frekt listaverk í leynum í Vesturbæjarlaug

25.09.2019 - 16:04

Höfundar

Listakonan Ásgerður Birna Björnsdóttir var nýlega með óvenjulegt listaverk í búningsherbergi Vesturbæjarlaugarinnar. Verkið var hluti af sýningunni Haustlaukar sem beinir sjónum að verkum í óáþreifanlegum miðlum í almannarými.

Myndlistarkonan Hildiginnur Birgisdóttir skellti sér í sund með syni sínum og ræddi upplifunina í Lestarklefanum. „Þegar við erum nokkurn veginn orðin nakin þá byrjar að hringja sími inni í einum skápanna. Sem gerist nú stundum þegar maður fer í stund. Nema svo hringir annar sími, svo þriðji, fjórði og svo verður bara ofboðslega símasinfónía þar sem við vorum misnakin í uppnámi fyrir þessu.“

Hún segir þó að fólk hafi sýnt mismikil viðbrögð, tvær eldri konur hafi til að mynda farið að ræða eitthvað um síma þegar fyrsta hringingin byrjaði að óma, en farið svo inn í sturtu og ekki áttað sig á símakakófóníunni. „En svo voru tvær tólf ára stelpur sem voru að ærast, hlaupandi um með fingurna í eyrunum.“

Hildigunnur segir Ásgerði Birnu mikið velta fyrir sér hvar og hvernig listaverk eiga sér stað, og hverjir „verði fyrir“ þeim. „Listaverk getur verið frekt. Hún [Ásgerður] lýsir þessu verki sem freku verki. Sími að hringja, það verða allir svolítið tense. Svona verk í almenningsrými geta verið frek og kröfuhörð,“ segir Hildigunnur. Ásgerður Birna hafi áður gert ágeng verk í almannarými sem fókl hafi orðið pirrað yfir. „Hún tekur því bara og finnst mikilvægt að spyrja hvort listaverk megi vera pínu pirrandi og frek. Eða hvort þau eigi alltaf að vera falleg og góð og þæg.“

Tengdar fréttir

Menningarefni

Geimför, haustlaukar og öpp í Lestarklefanum

Myndlist

Teygt á tímanum í rúma viku

Myndlist

Kling og Bang styrkt um 1,5 milljónir

Myndlist

Óþolandi og frábært