Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Franskir hermenn fórust í Malí

26.11.2019 - 10:30
Erlent · Asía · Malí
epa08025956 (FILE) - A military helicopter  carrying French President Emmanuel Macron (upper-L)  flies over Gao during a visit to France's Barkhane counter-terrorism operation in Africa's Sahel region, northern Mali, 19 May 2017 (reissued 26 November 2019). According to recent reports, 13 French soldiers died in helicopter crash during the Barkhane counter-terrorism operation against jihadists in Mali.  EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON / POOL
Franskar herþyrlur á flugi yfir Malí  Mynd: EPA-EFE - EPA POOL
Þrettán franskir hermenn fórust í árekstri tveggja þyrlna í Afríkuríkinu Malí í gær. Stjórnvöld í París greindu frá þessu í morgun og sögðu þetta hafa gerst í hernaðaraðgerðum gegn vígamönnum um miðbik Malí.

Að sögn fréttastofunnar Reuters hafa Frakkar 4.500 manna herlið í Malí til að berjast gegn íslömskum vígasveitum sem tengjast hryðjuverkasamtökunum al-Kaída og Íslamska ríkinu.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV