Franski herinn felldi vígamenn í Malí

21.12.2019 - 23:32
epa08025956 (FILE) - A military helicopter  carrying French President Emmanuel Macron (upper-L)  flies over Gao during a visit to France's Barkhane counter-terrorism operation in Africa's Sahel region, northern Mali, 19 May 2017 (reissued 26 November 2019). According to recent reports, 13 French soldiers died in helicopter crash during the Barkhane counter-terrorism operation against jihadists in Mali.  EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON / POOL
Franskar herþyrlur á flugi yfir Malí þegar Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kom þangað í maí 2017. Mynd: EPA-EFE - EPA POOL
33 hryðjuverkamenn voru felldir í aðgerðum franska hersins í Malí í dag. Emmanuel Macron greindi frá þessu á fundi með frönskum hermönnum í Vestur-Afríku. Frakkar og friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna hafa staðið vaktin í Malí undanfarin ár. Þrátt fyrir það hafa átökin sem hófust í landinu árið 2012 aukist og breiðst út til nágrannaríkjanna Búrkína Fasó og Níger. 

Hryðjuverkamennirnir voru felldir í aðgerð nokkurra herdeilda með aðstoð herþyrla í borginni Mopti í miðju Malí. Aðeins örfáar vikur eru síðan 13 franskir hermenn létu lífið í þyrluslysi þegar þeir voru að elta uppi vígamenn í norðurhluta Malí. 

Macron sagði aðgerðina sýna staðfestu og stuðning Frakka í Malí og nágrenni. Ummæli hans eru ef til vill svar við nýlegri gagnrýni á veru franskra hersveita og friðargæslusveita SÞ að sögn AFP fréttastofunnar. Þrátt fyrir þúsundir hermanna hafa árásir vígamanna farið vaxandi í landinu.

Von er á leiðtogum fimm ríkja af Sahel svæðinu til Frakklands 13. næsta mánaðar. Þar býður Macron til ráðstefnu þar sem línur verða lagðar um framhald baráttunnar gegn hryðjuverkasamtökum. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi