
Spánn
Á sjötta þúsund hafa nú látist á Spáni vegna kórónuveirunnar. 832 dauðsföll voru skráð þar í landi síðastliðinn sólarhringinn. Spánn er það land í Evrópu þar sem flest smit hafa greinst, á eftir Ítalíu. Ríflega 72 þúsund hafa greinst með Covid 19 veiruna á Spáni og 5.690 látist. Spánn er nú í fjórða sæti á lista yfir þau lönd þar sem flest kórónuveirusmit hafa greinst í heiminum og í öðru sæti á heimsvísu yfir flest dauðsföll vegna veirunnar.
BREAKING: The number of people who have died in Spain from #coronavirus has risen to 5,690 - an increase of 832.
A further 8,189 cases were detected in the country in the last 24 hours, bringing the total to 72,248.
Latest on #COVID19: https://t.co/EtZ19XO2w5 pic.twitter.com/fW0ClTtNia
— Sky News (@SkyNews) March 28, 2020
Stjórnvöld á Spáni hafa lýst yfir hæsta viðbúanðarstigi og útgöngu- og samkomubann er þar í gildi til 12.apríl hið minnsta.
Þýskaland
Í Þýskalandi hefur sömuleiðis orðið mikil aukning á fjölda skráðra smita. Fleiri en 6.000 ný smit voru skráð þar í landi síðastliðinn sólarhringinn og eru nú alls 48.582 talsins. Það setur Þýskaland í fimmta sæti á lista yfir lönd í heiminum með flest kórónuveirusmit.
Dräger fyrirtækið í Þýskalandi framleiðir öndunarvélar og er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum. Eftirspurnin eftir öndunarvélunum er langt umfram framleiðslugetu fyrirtækisins Dräger. Forstjórinn Stefan Dräger segst í viðtali við Der Spiegel það undarlegt að hafa örlög fólks í hendi sér með þessum hætti, en fyrirtækið reyni að vega og meta þörfina í hverju landi fyrir sig. Það sé óvinnandi vegur að uppfylla óskir allra um fjölda öndunarvéla.
"Absolutely Mission Impossible" - Drägerwerk is a world leader in the production of ventilators. In an interview, company head Stefan Dräger, 57, discusses the challenges of keeping up with current demand as the corona crisis accelerates. https://t.co/1Su5fPogtK
— Alemán en Baja (@AlemanEnBaja) March 27, 2020
Írland
Á miðnætti í kvöld tekur gildi útgöngubann á Írlandi. Yfir tvö þúsund hafa greinst smitaðir í landinu og 22 hafa látið lífið af völdum sjúkdómsins. Fyrr í mánuðinum var skólum, háskólum og knæpum í landinu lokað. Eins voru fyrirtæki sem stunda ekki nauðsynlega starfsemi beðin um að loka vinnustöðum sínum fyrr í vikunni.
Nú verður stranglega bannað að fara á milli húsa nema í nauðsynlegum tilgangi, eins og kaupa mat og lyf.
Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, biðlaði til landa sinna á blaðamannafundi í gærkvöld að fórna einstaklingsfrelsi sínu fyrir stærri málstað.
Coronavirus: Ireland put in lockdown as COVID-19 spreads https://t.co/pdGMUg3hBE
— Sky News (@SkyNews) March 27, 2020