Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Framkvæmdir að hefjast við Grunnskóla Húnaþings vestra

06.03.2020 - 14:03
Mynd með færslu
 Mynd: VA arkitektar - RÚV
Fyrr í þessari viku var tekin fyrsta skóflustungan að viðbyggingu Grunnskóla Húnaþings vestra sem einnig mun hýsa Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Viðbyggingin er um 1200 fermetrar og áætluð verklok, haustið 2022.

Fjölmörg tækifæri

Í tilkynningu frá sveitarstjórn Húnaþings vestra segir að með viðbyggingunni muni starfsumhverfi kennara og nemenda gjörbreytast til batnaðar. Þá felist  fjölmörg tækifæri í því að hafa tónlistarskólann í sama húsnæði. 

Verkefnið hófst árið 2017 þegar skipaður var starfshópur sem meta átti þarfir skólans í húsnæðismálum. Í nóvember sama ár var svo blásið til íbúafundar um framtíðarskipan skólamála á svæðinu. Við tók hönnunarferli í samstarfi við VA arkitekta sem teikna bygginguna.  

Fyrstu skóflustunguna tóku Sigurður Ágústsson skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra og  Louise Price skólastjóri Tónlistarskóla Húnaþings vestra. 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
odinnso's picture
Óðinn Svan Óðinsson