Ef veður leyfir er stefnt að malbikun á Reykjanesbraut frá Stekkjabakka að Mjódd á morgun, þann 4. júlí. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 09:30 til kl. 14:00.
Jafnframt er áætlað að malbika á Reykjanesbraut frá Smáralind að Breiðholtsbraut. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 14:00 til kl. 17:00. Ein akrein veðrur malbikuð í einu.
Vegfarendur eru beðnir um að virða hraðatakmarkanir, merkingar og sýna þolinmæði og aðgát við vinnusvæðin því menn eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum og vinnusvæðin eru þröng.