Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Framkvæmdir á Reykjanesbraut á morgun

03.07.2019 - 22:18
Mynd með færslu
 Mynd: Hnit verkfræðistofa
Ef veður leyfir er stefnt að malbikun á Reykjanesbraut frá Stekkjabakka að Mjódd á morgun, þann 4. júlí. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 09:30 til kl. 14:00.

Jafnframt er áætlað að malbika á Reykjanesbraut frá Smáralind að Breiðholtsbraut. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 14:00 til kl. 17:00. Ein akrein veðrur malbikuð í einu.

Vegfarendur eru beðnir um að virða hraðatakmarkanir, merkingar og sýna þolinmæði og aðgát við vinnusvæðin því menn eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum og vinnusvæðin eru þröng.

 

Tinna Eiríksdóttir
Fréttastofa RÚV