Fræða ferðamenn um umgengni á norðurslóðum

19.06.2019 - 13:24
Mynd með færslu
 Mynd: AECO
Samtök fyrirtækja sem sigla með ferðamenn um norðurslóðir hafa gefið út veggspjöld með leiðbeiningum um ábyrga ferðamennsku, meðal annars um hvernig ferðast má með ábyrgum hætti án þess raska dýralífi og hegðun í byggðum á norðurslóðum.

Auk veggspjaldanna, sem hengd verða upp um borð í skemmtiferðaskipum, verða haldnir fyrirlestrar og farþegar fá upplýsingar fyrir brottför um hvernig ferðast megi um norðurslóðir með ábyrgum hætti.

Frigg Jørgensen forstjóri samtakanna segir veggspjöldin efla vitund ferðafólks um góða ferðahætti.

„Meðlimir okkar standa sig vel í að fræða gesti um hvað má og má ekki þegar heimskautasvæði og -samfélög eru sótt heim. Með því að tala beint til gesta hjálpa veggspjöldin við að auka meðvitund fólks um reglurnar sem ber að fylgja og mikilvægi þess að velja ábyrga ferðaþjónustuaðila,“ segir Jørgensen.

Á veggspjöldunum er að finna upplýsingar um hvernig skoða megi dýralíf án röskunar, hvað ber að hafa í huga þegar samfélög á þessum slóðum eru heimsótt og hvernig samtökin stuðla að ábyrgri ferðamennsku.

Mynd með færslu
 Mynd: AECO
thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi