Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Frá Vík til Japan

11.12.2017 - 09:38
Mynd: Karl Sigtryggsson / RÚV/Landinn
Alma Björk Ástþórsdóttir gekk í sakleysi sínu inn í Víkurprjón eftir fjölskylduferðalag 2009. Hún og frænka hennar keyptu sér ullarstranga því þær langaði til að prófa að sauma peysur á börnin sín. Saumaskapurinn gekk svo vel að stuttu síðar voru peysurnar komnar í sölu í verslunum og ruku út. Alma átti afgangs töluvert af bútum sem hún vildi nýta í eitthvað og úr varð að hún prófaði að sauma skrímsli.

Skrímslin eru nú orðin hátt í tíuþúsund, þau eru seld í búðum, voru á stórri sýningu í Japan ásamt þekktari verum eins og Spiderman og eru sögupersónur í bók. Draumur Ölmu er að sjá þau á sjónvarpsskjánum. 

„Við erum 2009 einhverjar mömmur að kaupa ull á börnin okkar og allt í einu út af því erum við komin til Cannes á eina stærstu sýningu fyrir sjónvarp og orðnar buisnesskonur,“ segir Alma sem starfaði áður í banka en lifir nú og hrærist alfarið í heimi skrímslanna. 

 

 

eddasif's picture
Edda Sif Pálsdóttir