Forseti Þýskalands í opinberri heimsókn

12.06.2019 - 09:33
Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, og eiginkona hans, Elke Büdenbender, koma hingað til lands í opinbera heimsókn í dag. Heimsóknin stendur í tvo daga og mun forsetinn eiga fundi með forseta Íslands, sem er gestgjafi hans, forsætisráðherra og forseta Alþingis.

Í kvöld verður svo haldinn hátíðarkvöldverður í Hörpu, forsetahjónunum til heiðurs. Þá munu hin íslensku og þýsku forsetahjón taka þátt í ýmsum öðrum viðburðum, þau heimsækja Hellisheiðavirkjun, ganga að Sólheimajökli og sigla á morgun til Vestmannaeyja.

Nánari upplýsingar um heimsókn forsetans og dagskrá heimsóknarinnar má finna á heimasíðu forsetaembættisins. 

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi