Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Forseti og Noregskonungur í Víkingaheimum

20.05.2015 - 18:10
Mynd með færslu
 Mynd: Oddgeir Karlsson
Mynd með færslu
 Mynd: Oddgeir Karlsson
Mynd með færslu
 Mynd: Oddgeir Karlsson
Haraldur Noregskonungur kom í stutta heimsókn til Íslands á leið sinni til Bandaríkjanna í dag. Hann nýtti tækifærið og skoðaði víkingaskipið Íslending í fylgd Ólafs Ragnars Grímssonar, Forseta Íslands.

Forseti sýndi konungi skipið sem er varðveitt í Víkingaheimum í Reykjanesbæ og fræddi Gunnar Marel Eggertsson þá um smíði skipsins og sögu þess. Gunnar smíðaði skipið og stjórnaði siglingu þess árið 2000 frá Íslandi til Grænlands, Kanada og Bandaríkjanna, til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Vesturheims þúsund árum fyrr.

 

 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV